Framkvæmdir standa nú yfir við nýja fjölorkustöð N1 á bílastæðinu við Krónuna og fleiri stórverslanir að Fiskislóð úti á Granda. Samkvæmt upplýsingum frá Festi, sem N1 heyrir undir, verða á stöðinni tvær dælur fyrir bensín og dísilolíu auk þess sem viðskiptavinir geta fyllt á ad-blue og rúðuvökva
Framkvæmdir Nú er unnið að jarðvegsvinnu. Tvær bensín- og dísilolíudælur verða á fjölorkustöðinni við Krónuna úti á Granda auk hleðslustöðva.
Framkvæmdir Nú er unnið að jarðvegsvinnu. Tvær bensín- og dísilolíudælur verða á fjölorkustöðinni við Krónuna úti á Granda auk hleðslustöðva. — Morgunblaðið/Eyþór

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Framkvæmdir standa nú yfir við nýja fjölorkustöð N1 á bílastæðinu við Krónuna og fleiri stórverslanir að Fiskislóð úti á Granda.

Samkvæmt upplýsingum frá Festi, sem N1 heyrir undir, verða á stöðinni tvær dælur fyrir bensín og dísilolíu auk þess sem viðskiptavinir geta fyllt á ad-blue og rúðuvökva. „Sett verða upp 6 hleðslustæði fyrir rafmagnsbíla, en þær eru hluti af stefnu N1 um fjölgun rafhleðslustöðva um land allt sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Stefnt er að því að opna ekki síðar en í apríl á þessu ári. Þessi lóð Festi á Grandanum er kjörinn staður fyrir þjónustu sem þessa, enda fjöldi fólks sem sækir þangað ýmsa þjónustu meðal annars í Krónuna,“ segir í svari fyrirtækisins við fyrirspurn

...