Alfreð Erling Þórðarson, 45 ára gamall karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið hjónunum Björgvini Ólafi Sveinssyni og Rósu G. Benediktsdóttur að bana 21. ágúst á síðasta ári, kaus að svara engum spurningum um verknaðinn sem hann er sakaður um að hafa framið
![Héraðsdómur Fjöldi aðstandenda Björgvins og Rósu var samankominn í Héraðsdómi Reykjavíkur til að fylgjast með aðalmeðferð málsins.](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/e7ee4c36-40fc-41c4-b6ea-ba655d38bc65.jpg)
Héraðsdómur Fjöldi aðstandenda Björgvins og Rósu var samankominn í Héraðsdómi Reykjavíkur til að fylgjast með aðalmeðferð málsins.
— Morgunblaðið/Karítas
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Alfreð Erling Þórðarson, 45 ára gamall karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið hjónunum Björgvini Ólafi Sveinssyni og Rósu G. Benediktsdóttur að bana 21. ágúst á síðasta ári, kaus að svara engum spurningum um verknaðinn sem hann er sakaður um að hafa framið. Alfreð neitar sök í málinu.
Aðalmeðferð hófst í gær, en málið er rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands, þó að þinghald sé fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Situr ekki aðalmeðferðina
Alfreð kom inn í dómsalinn síðastur manna, í fylgd tveggja lögreglumanna. Hann kom inn bakdyramegin og gaf verjandi hans fljótt upp að Alfreð myndi ekki svara neinum spurningum. Saksóknari í málinu fékk Alfreð þó til að segja hvernig hann þekkti hjónin og spurði hvort hann væri
...