![Reisupassinn Úlfur var rekinn frá Fjölni í gær eftir þrjú tímabil.](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/665de970-0e48-4913-b9f3-6917dcb4e3e2.jpg)
Reisupassinn Úlfur var rekinn frá Fjölni í gær eftir þrjú tímabil.
— Ljósmynd/Kristinn Steinn
Úlfur Arnar Jökulsson var í gær rekinn sem þjálfari karlaliðs Fjölnis í fótbolta eftir þrjú tímabil með liðið. Úlfur skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Fjölni í október eftir að liðið endaði í þriðja sæti 1. deildarinnar. Fjölnir tapaði hins vegar fyrir Aftureldingu í umspili um sæti í Bestu deildinni. Samkvæmt fótbolta.net er Gunnar Már Guðmundsson, fyrrverandi leikmaður Fjölnis og þjálfari Þróttar úr Vogum, líklegur eftirmaður Úlfs.