Ég hafði gaman af yfirlýsingu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á dögunum þar sem ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar var fordæmt. Það kom svo sem ekki fram í yfirlýsingunni hvaða ofbeldi var nákvæmlega verið að fordæma en skömmu áður hafði…
![](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/917a861e-d1c9-439f-b60e-e06d073f5872.jpg)
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Ég hafði gaman af yfirlýsingu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á dögunum þar sem ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar var fordæmt.
Það kom svo sem ekki fram í yfirlýsingunni hvaða ofbeldi var nákvæmlega verið að fordæma en skömmu áður hafði Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Aþenu í körfubolta, verið sakaður um ofbeldi í garð leikmanna sinna.
Misgáfað, miðaldra fólk fór með himinskautum í gagnrýni sinni á Brynjar. Fólk sem ég leyfi mér að efast um að hafa nokkurn tímann komið nálægt afreksíþróttum.
Brynjar Karl súmmeraði þetta sjálfur nokkuð vel upp á samfélagsmiðlinum Facebook í myndbandi sem hann birti. Þar sést hann ræða hressilega við leikmenn sína, á
...