![Hryðjuverk Urður veltir því fyrir sér hvenær löggæsla eigi að grípa inn í.](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/869b3535-cecf-4b29-8792-be96957b4f44.jpg)
Hryðjuverkamálið svokallaða vakti mikinn óhug árið 2022 þegar tveir menn á þrítugsaldri, þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, voru ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk í gegnum dulkóðuð samskiptaforrit á borð við Signal og Telegram.
Urður Egilsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur fylgst grannt með málinu frá því það kom upp og margsinnis verið viðstödd réttarhöld. Segir hún engin fordæmi fyrir slíkum málum hér á landi og að það eitt og sér hafi flækt ákvörðun héraðsdóms og Landsréttar til muna.
„Í fyrsta sinn í sögu Íslands var verið að ákæra fyrir 100. gr. almennra hegningarlaga hér á landi sem kveða á um hryðjuverkaákvæði.“
Sindri Snær og Ísidór voru á síðasta ári dæmdir fyrir brot á vopnalögum en sýknaðir af þeim hluta málsins sem laut að skipulagningu hryðjuverka. Urður segir nánar frá þessu í Dagmálum dagsins undir stjórn Iðunnar Andrésdóttur.