Hryðjuverk Urður veltir því fyrir sér hvenær löggæsla eigi að grípa inn í.
Hryðjuverk Urður veltir því fyrir sér hvenær löggæsla eigi að grípa inn í.

Hryðjuverkamálið svokallaða vakti mikinn óhug árið 2022 þegar tveir menn á þrítugsaldri, þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, voru ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk í gegnum dulkóðuð samskiptaforrit á borð við Signal og Telegram.

Urður Egilsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur fylgst grannt með málinu frá því það kom upp og margsinnis verið viðstödd réttarhöld. Segir hún engin fordæmi fyrir slíkum málum hér á landi og að það eitt og sér hafi flækt ákvörðun héraðsdóms og Landsréttar til muna.

„Í fyrsta sinn í sögu Íslands var verið að ákæra fyrir 100. gr. almennra hegningarlaga hér á landi sem kveða á um hryðjuverka­ákvæði.“

Sindri Snær og Ísidór voru á síðasta ári dæmdir fyrir brot á vopnalögum en sýknaðir af þeim hluta málsins sem laut að skipulagningu hryðjuverka. Urður segir nánar frá þessu í Dagmálum dagsins undir stjórn Iðunnar Andrésdóttur.