Svanur Karl Grjetarsson, forstjóri byggingafélagsins MótX, segir komið í óefni í uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu vegna lóðaskorts og ofuráherslu á þéttingu byggðar. Tilefnið er meðal annars umfjöllun Morgunblaðsins síðastliðinn föstudag og…
— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Svanur Karl Grjetarsson, forstjóri byggingafélagsins MótX, segir komið í óefni í uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu vegna lóðaskorts og ofuráherslu á þéttingu byggðar.

Tilefnið er meðal annars umfjöllun Morgunblaðsins síðastliðinn föstudag og laugardag um lóðaskort og aukna gjaldtöku af nýjum íbúðum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, ræddi nýja könnun meðal félagsmanna, en meirihluti aðspurðra taldi lóðaskort hamla uppbyggingu. Að sögn Sigurðar áætla Samtök iðnaðarins að hækkun gatnagerðargjalda í Reykjavík muni auka kostnað við 85 fermetra íbúð um eina og hálfa milljón. Þá sagði Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, aukna gjaldtöku af nýjum íbúðum ekki hafa skilað betri innviðum. Engar lóðir væru nú í boði á eðlilegu verði á höfuðborgarsvæðinu heldur væru

...