Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær eru alls 154 manns, sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd á Íslandi, skráðir týndir í kerfum lögreglunnar og fara huldu höfði hér á landi. Dæmi eru um að suma þeirra hafi átt að senda af landinu fyrir fimm árum, en án árangurs.
Aðrir 213 hælisleitendur eru enn í landinu þrátt fyrir að hafa fengið endanlega synjun, en lögregla telur sig að vísu hafa vitneskju um dvalarstað flestra þeirra.
Þetta er óþolandi ástand.
Hér hafa hælisleitendur haft mjög rúm tækifæri til þess að kæra og fresta ákvörðunum um að hælisbeiðnir þeirra séu ekki gildar og þeir þurfi því að fara úr landi, en það á samkvæmt lögum að gerast innan 30 daga. Raunin er sjaldnast sú.
Verra er ef þeim reynist svo auðvelt að hunsa endanlega ákvörðun; virða lög og reglur landsins að vettugi.
Það snýst ekki aðeins um beina hagsmuni ríkisins og landsmanna og um virðingu
...