![Selfyssingur Ísak Gústafsson spilar í Danmörku á næsta tímabili.](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/e7919db5-20e1-4764-8063-759f65170ecd.jpg)
Selfyssingur Ísak Gústafsson spilar í Danmörku á næsta tímabili.
— Morgunblaðið/Eggert
Danska handknattleiksfélagið Ringsted og Selfyssingurinn Ísak Gústafsson hafa komist að samkomulagi um tveggja ára samning. Tekur samningurinn gildi í sumar, eftir yfirstandandi tímabil. Ísak, sem er 21 árs, lék með Selfossi þar til hann skipti yfir til Vals sumarið 2023. Þar hefur hann verið í stóru hlutverki. Ísak hefur verið frá keppni síðan í nóvember vegna meiðsla. Hann hefur skorað 46 mörk í tíu leikjum í úrvalsdeildinni í vetur.