![](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/1d93043b-29b0-4474-9744-b4b2046e9d65.jpg)
Um helgina tilkynnti Sýn að mikil frávik væru í rekstri félagsins frá áætlunum. Sendi félagið því frá sér afkomuviðvörun. Þar kemur fram að rekstrarhagnaður (EBIT) félagsins fyrir árið 2024 verði um 700 m.kr. Það er töluvert undir áður útgefnum markmiðum félagsins sem þó voru ítrekuð í nóvember. Í tilefni uppgjörs fyrir þriðja ársfjórðung var gert ráð fyrir að EBIT yrði nærri neðri mörkum á því bili sem áður var kynnt, eða um 900-1.100 m.kr. Frávikið nú nemur því um 22% frá neðri mörkum.
Fyrirtækið rekur í tilkynningu sinni nokkur atriði sem helst hafa þessi neikvæðu áhrif, eins og auglýsingatekjur, sem eru talsvert undir áætlunum, eða sem nemur um 258 m.kr. Einungis á síðasta fjórðungi síðasta árs voru þessar tekjur 157 m.kr. frá áætlunum. Áskriftartekjur eru um 106 m.kr. undir markmiðum.
Það sem vekur jafnframt athygli í tilkynningu félagsins er
...