Félagsdómur klofnaði í afstöðu sinni til lögmætis verkfalla Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum.
Dómararnir Halldóra Þorsteinsdóttir og Karl Ó. Karlsson telja ákvæði stjórnarskrár sbr. ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu leiða að því að ekki sé unnt að takmarka verkfallsrétt stéttarfélaga einungis með fyrirmælum settra laga.
Heldur verði slík takmörkun að helgast af nauðsyn vegna þjóðaröryggis eða almannaheillar, til að koma í veg fyrir glundroða eða glæpi, til verndar heilsu eða siðgæði fólks, réttindum þess og frelsi.
Meirihluti dómsins, dómararnir Björn L. Bergsson, Ragnheiður Bragadóttir og Eva Bryndís Helgadóttir, komst sem kunnugt er að þeirri niðurstöðu að einungis eitt verkfall af þeim sem Kennarasamband Íslands boðaði til samræmdist ákvæðum laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Nánar tiltekið ákvæði um að verkföll taki til allra starfsmanna í stéttarfélagi hjá þeim vinnuveitanda sem verkfallið beinist
...