Sigrún Ingimarsdóttir frá Flugumýri fæddist á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 4. október 1945. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 27. janúar 2025.
Foreldrar hennar voru Sigrún Jónsdóttir, f. 6. mars 1911, d. 22. mars 1986, og Ingimar Jónsson, f. 27. mars 1910, d. 4. desember 1955, bændur á Flugumýri í Skagafirði.
Sigrún ólst upp í foreldrahúsum á Flugumýri til unglingsára. Hún fór síðar í sjúkraliðanám og vann við það sína starfsævi. Sigrún vann á Akureyri um tíma og bjó þá hjá systur sinni Guðrúnu. Þar eignaðist hún soninn Heiðar Feyki 9. júní 1969. Faðir hans er Tómas Sigurjónsson, f. 12. janúar 1939. Síðar giftist Sigrún Jóhannesi Víði Sveinssyni, f. 16. júlí 1943, d. 3. maí 2006, og átti með honum dótturina Sæunni, f. 7. ágúst 1974. Þau slitu samvistum.
Jarðarför Sigrúnar fer fram frá
...