Löngu tímabært er að leggja niður rammaáætlun því önnur lög ná vel utan um friðun landsvæða og því er rammaáætlun í raun óþörf.
Magnús B. Jóhannesson
Magnús B. Jóhannesson

Magnús B. Jóhannesson

Nýlokið er samráði stjórnvalda um endurskoðun á rammaáætlun, lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun, mál nr. S235/2024, birt í samráðsgátt 12.12. 2024.

Í sinni einföldustu mynd svarar rammaáætlun einni spurningu, þ.e. á að friða ákveðið land eða má nýta það fyrir græna orku?

Til að svara þessari spurningu vinna tugir manna í mörg ár, með tilheyrandi tilkostnaði fyrir ríkissjóð, en áætla má að kostnaður við rammaáætlun sé um 1.000 milljónir króna á síðustu 10 árum. Svarið er svo sent til ráðherra sem leggur niðurstöðurnar, stundum með breytingum, fyrir Alþingi sem samþykkir viljayfirlýsingu þingsins í formi þingsályktunar. Að því loknu hefst svo formleg vinna við friðun landsvæða eftir lögum um náttúruvernd nr.

...