![Klár stelpa Carla Sehn í hlutverki Hönnu.](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/dad3dcd9-fd3f-4f03-9539-57ea807acc91.jpg)
Kristín Heiða Kristinsdóttir
Stundum þegar ég vil slaka á þá vel ég mér einhverja norræna sjónvarpsseríu til að horfa á, af því að ég nýt þess mjög að heyra slíkar tungur talaðar, sænsku, norsku, dönsku, finnsku, færeysku. Eyrun mín þurfa nefnilega líka sitt við sjónvarpsgláp, því það skiptir máli að horfa á og heyra fólk tala tungumál sinnar þjóðar. Ég nýt þess líka að horfa á eitthvað þar sem töluð er spænska, þýska, franska, pólska eða annað tungumál en enska. Ég er stundum svo þreytt á ensku alls staðar. Um daginn datt ég inn á eina sænska glæpaseríu, The Åre Murders, en sú sería er byggð á samnefndum bókum eftir Vivecu Sten og þær hafa verið þýddar yfir á íslensku undir dramatísku heitunum Helkuldi, Daladrungi og Yfirbót. Ekki hafði ég lesið þessar bækur og vissi því ekki hvernig leikar færu, en unga lögreglukonan Hanna tekst þar á við að leysa morðmál
...