![](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/d883c48f-c8d8-48a4-9259-2cc8d4108f9a.jpg)
Agnes Helga María Ferro fæddist 15. október 1988. Hún lést 10. janúar 2025.
Útför Agnesar fór fram 29. janúar 2025.
Ég upplifi yfirþyrmandi einmanaleika og nístandi sorg. Tvær tilfinningar sem ég taldi mig hafa upplifað áður, en bara alls ekki af þessari stærðargráðu. Sorgin er svo lamandi.
Sáluvinkona mín. Hvað geri ég nú án þín? Ég held ég hafi aldrei sagt þér það, en þú hjálpaðir mér meira en ég gat nokkurn tímann hjálpað þér. Þessu var ekki öfugt farið. Ég þurfti á þér að halda. Þú skildir mig og ég þurfti ekki að útskýra frekar. Þú hlustaðir. Þú mundir. Þú varst til staðar. Þú varst mitt öryggi. Þú varst einnig öryggi fyrir börnin mín Agnes. Þau finna til, sakna þín og tala mikið um þig.
Ég man það eins og í gær þegar þú mættir til okkar Bjarts Óla upp
...