![Bikarinn Guðlaugur Victor og samherjar hans fara til Manchester.](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/7a323330-c9c4-42aa-b020-6c01fb989dab.jpg)
Bikarinn Guðlaugur Victor og samherjar hans fara til Manchester.
— Ljósmynd/Plymouth
Dregið var í 16-liða úrslit enska bikarsins í fótbolta í gærkvöldi. Plymouth, sem sló Liverpool óvænt úr leik, mætir öðru stórliði því liðið dróst gegn Manchester City á útivelli. Guðlaugur Victor Pálsson er leikmaður Plymouth. Manchester United, sem vann keppnina á síðustu leiktíð, mætir Fulham á heimavelli í úrvalsdeildarslag. Newcastle og Brighton mætast einnig, sem og Bournemouth og Wolves. Dráttinn má sjá í heild sinni á mbl.is/sport.