![](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/6dbbe548-f5e3-4548-a044-ba86b79c287f.jpg)
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur framlengt samning sinn við Val til ársins 2028. Björgvin verður því 43 ára þegar samningur hans við félagið rennur út. Björgvin fagnar fertugsafmæli sínu 24. maí næstkomandi og er hvergi nærri hættur. Hann var í íslenska landsliðshópnum á HM í síðasta mánuði.
Fótboltamaðurinn Birkir Már Sævarsson mun leika með sænska D-deildarfélaginu Nacka á komandi keppnistímabili. Birkir, sem er fertugur, lék 103 landsleiki á ferlinum og skoraði í þeim þrjú mörk.
Knattspyrnumaðurinn Þorri Mar Þórisson er að yfirgefa sænska félagið Öster og á heimleið en hann kom til Öster frá KA árið 2023. Smålandsposten í Svíþjóð greinir frá. Þorri hefur ekki náð að vinna sér inn sæti í byrjunarliði Öster, sem vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni á síðasta
...