Fátt kom á óvart í stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í gærkvöldi og bætti hún litlu við það sem þegar hafði komið fram í stefnuyfirlýsingu nýju stjórnarinnar og svo á blaðamannafundi sem forystumenn stjórnarflokkanna héldu fyrir stefnuræðuna og hefur sætt gagnrýni fyrir að brjóta bæði lög og venjur.
Eitt kom þó að minnsta kosti einum stjórnarandstöðuþingmanni á óvart, en sá er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.
Sigmundur sagði plan forsætisráðherra horfið og að nú nötraði allt og skylfi út af borgarmálum og það hlyti að vera „einhvers konar Íslandsmet að stjórnarsamstarf komist í uppnám áður en það byrjar“.
Hann bætti því við að hann hefði bæði hlustað á og skrifað stefnuræður forsætisráðherra, en hann
...