Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segist ekki vera í stjórnmálum til þess að leita eftir völdum og vegtyllum. Hún upplýsti í viðtali í Spursmálum í gær að hún hefði fengið boð um að taka að sér embætti borgarstjóra í kjölfar þess…
Borgin Hildur Björnsdóttir segir helsta áherslumál sitt vera árangur.
Borgin Hildur Björnsdóttir segir helsta áherslumál sitt vera árangur. — Morgunblaðið/Hallur Már

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segist ekki vera í stjórnmálum til þess að leita eftir völdum og vegtyllum.

Hún upplýsti í viðtali í Spursmálum í gær að hún hefði fengið boð um að taka að sér embætti borgarstjóra í kjölfar þess að upp úr núverandi meirihlutasamstarfi slitnaði á föstudag.

„Ég er auðvitað að leita að áhrifum og ég vil vinna að verkefnum,“ sagði hún og bætti við að helsta áherslumál sitt yrði að ná árangri.

Hvar á forgangslistanum er borgarstjórastóllinn?

„Hann er ekki á forgangslistanum. Ég fer ekki inn í neinn þann meirihluta sem ætlar ekki að ná árangri,“ sagði Hildur. „Og það er alveg búið að reyna að freista mín, skal ég segja þér, Stefán Einar,

...