„Þetta er sjöunda platan mín á tíu árum, ég gaf fyrstu plötu mína út 2015, svo að það hefur verið nóg að gera,“ segir Ingi Bjarni Skúlason, píanóleikari og tónskáld, sem sendi í janúar frá sér kvartettplötuna Hope, en hún geymir djass og spuna
Ingi Bjarni Hann langar að miðla hugsun móður sinnar í ljóði hennar um von, til þeirra sem hlusta á plötuna.
Ingi Bjarni Hann langar að miðla hugsun móður sinnar í ljóði hennar um von, til þeirra sem hlusta á plötuna. — Morgunblaðið/Karítas

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Þetta er sjöunda platan mín á tíu árum, ég gaf fyrstu plötu mína út 2015, svo að það hefur verið nóg að gera,“ segir Ingi Bjarni Skúlason, píanóleikari og tónskáld, sem sendi í janúar frá sér kvartettplötuna Hope, en hún geymir djass og spuna. Einvalalið hljóðfæraleikara er með Inga Bjarna í kvartettinum sem leikur á nýju plötunni, tveir sem hann er vanur að spila með, þeir Hilmar Jensson á gítar og Magnús Trygvason Eliassen á trommur, en fjórði maður er Anders Jormin frá Svíþjóð á kontrabassa.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila með Anders á upptöku á plötu, en hann var kennari minn þegar ég var í meistaranámi í Gautaborg á sínum tíma, því þó að ég sé píanóleikari og hann kontrabassaleikari langaði mig að prófa eitthvað annað en

...