Ég hef komið tvisvar til New Orleans. Í þeirri borg gerast skrítnir hlutir. Af og til í gegnum áratugina fer Ofurskálarleikurinn í NFL-ruðningsdeildinni fram í bænum og þá er aldrei að vita hvað gerist
Verðlaunin Jalen Hurts, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, tók við Vince Lombardi-verðlaunagripnum í leikslok í New Orleans.
Verðlaunin Jalen Hurts, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, tók við Vince Lombardi-verðlaunagripnum í leikslok í New Orleans. — AFP/Chris Graythen

NFL

Gunnar Valgeirsson

Los Angeles

Ég hef komið tvisvar til New Orleans. Í þeirri borg gerast skrítnir hlutir.

Af og til í gegnum áratugina fer Ofurskálarleikurinn í NFL-ruðningsdeildinni fram í bænum og þá er aldrei að vita hvað gerist. Í ár töldu margir sérfræðingar að Kansas City Chiefs myndi vinna jafnan leik gegn Philadelphia Eagles í Ofurskálarleiknum sem fram fór í Superdome-höllinni í miðborginni.

Það hafði víst eitthvað að gera með töfra Patrick Mahomes, leikstjórnanda Kansas City. Leikmenn Philadelphia Eagles höfðu víst litla trú á slíkum hlutum.

Eagles vann annan meistaratitil sinn í NFL-ruðningsdeildinni eftir auðveldan sigur á Chiefs í fyrrinótt, 40:22, í leik sem

...