Vetrarakstur Umferðin á hringveginum jókst um 4,2% í janúar.
Vetrarakstur Umferðin á hringveginum jókst um 4,2% í janúar. — Morgunblaðið/RAX

Umferð ökutækja yfir 16 lykilteljara á hringveginum jókst töluvert í seinasta mánuði eða um 4,2% samanborið við sama mánuð í fyrra.

Á vefsíðu Vegagerðarinnar kemur fram að slegið var nýtt umferðarmet í janúarmánuði með rúmlega 70 þúsund bílum að jafnaði á degi hverjum yfir mánuðinn. Til samanburðar fóru að jafnaði tæplega 68 þúsund ökutæki á sólarhring um mælisnið Vegagerðarinnar í janúar á síðasta ári. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins jókst umferðin um 4,3% í janúar miðað við sama mánuð á seinasta ári.

Mestu aukningu umferðar í janúar eftir landshlutum má sjá á Vesturlandi þar sem hún jókst um 6% en minnsta umferðaraukningin var á Norðurlandi eða 0,7%.

„Árleg meðaltalsaukning í janúar, frá upphafi samantektar, er 3,3%, svo núverandi aukning er vel yfir meðaltali,“ segir í frétt á

...