Félag löggiltra endurskoðenda (FLE) hefur farið þess á leit við ársreikningaskrá ríkisskattstjóra að endurskoða ákvörðun sína um skráningu samstæðureiknings Isavia ohf. og dótturfélaga vegna reikningsársins 2023. FLE krefst þess að ákvörðunin yrði breytt og hafnað verði skráningu samstæðureikningsins í ársreikningaskrá, sem hefur 10 daga til að verða við beiðninni. FLE áskilur sér rétt til að leggja fram stjórnsýslukæru til menningar- og viðskiptaráðuneytisins.
FLE byggir kröfuna á lögfræðiáliti frá Jónatansson & Co Legal, þar sem fullyrt er að áritun ríkisendurskoðanda á samstæðureikningum félaga sem eru í meirihlutaeigu ríkisins fari í bága við lög um ársreikninga og laga um endurskoðendur.
Hróbjartur Jónatansson lögmaður segir lögin vera skýr, þ.e. ríkisendurskoðandi sé ekki löggiltur endurskoðandi og þess vegna eigi að
...