Daðey Steinunn Daðadóttir fæddist 3. júlí 1950. Hún lést 20. janúar 2025.

Útför Daðeyjar fór fram 29. janúar 2025.

Daðey Steinunn Daðadóttir (Dúnna, einsog við kölluðum hana) er dáin. Ég komst ekki í útförina, en fyrir hönd okkar systkinanna vil ég senda hennar eftirlifandi systkinum kveðju okkar.

Við ólumst upp í samliggjandi húsum í Kópavogi á sjöunda áratugnum og þræðir hafa haldið áfram að vera á milli fjölskyldna okkar æ síðan. Vil ég þar nefna þau Sigurborgu (Boggu), Rúnar, Sturlaug (Stulla), Arnar og Kristján. Svo og Valgeir heitinn og foreldra þeirra.

Eftirfarandi ljóðabrot mitt minnir mig á sameiginlegt hugarfar okkar í gamla daga, þar sem bjartsýni var handan við hornið. Er það um fjölbreytta upplifun mína af óveðri; þar sem birtir svo til skyndilega,

...