![Hælisleitendur Umsækjendur um hæli hafa verið iðnir við kolann í mótmælum.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/237f96ba-c5ae-499b-b019-c0a6bb847edc.jpg)
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Launakostnaður vegna ríkisstarfsmanna sem sinna stjórnsýslu í málefnum hælisleitenda hér á landi hefur stóraukist á undanförnum árum og athygli vekur að enda þótt opinber fjárframlög til málaflokksins hafi lækkað um u.þ.b. þriðjung á milli áranna 2022 og 2023, fjölgaði stöðugildum og hlutfall launakostnaðar hækkaði.
Á þetta bendir Róbert Bragason, stjórnarmaður í Samtökum skattgreiðenda, í samtali við Morgunblaðið, en upplýsingarnar eru fengnar úr gáttinni Opnir reikningar, sem fjármálaráðuneytið heldur úti.
Til málaflokksins var varið alls 2.085 milljónum árið 2023 og lækkaði kostnaðurinn um 1.077 milljónir frá árinu áður þegar hann var 3.162 milljónir. Á tímabilinu 2017 til 2023 var heildarfjárframlagið tæpir 21,5 milljarðar, skv.
...