Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með vordagskrá sína með tónleikum í kvöld, miðvikudaginn 12. febrúar, kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu. Segir í tilkynningu að þar muni saxófónleikararnir Ólafur Jónsson og Haukur Freyr Gröndal koma fram ásamt þeim Nico Moreaux á bassa og Erik Qvick á trommum. Þeir skipa kvartettinn Toy Music og er dagskrá tónleikanna samsett af fjölbreyttri tónlist eftir höfunda eins og Lennie Tristano, Lee Konitz, Gerry Mulligan og Thelonious Monk.