Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, IMFR, fór fram síðastliðinn laugardag og þá var Jón Albert Kristinsson bakarameistari útnefndur heiðursiðnaðarmaður IMFR 2025. „Ég er ánægður en fyrst og fremst hissa á því að fólk muni eftir verkum mínum,“ segir hann um útnefninguna
Heiðursiðnaðarmaður IMFR 2025 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Halldór Þ. Haraldsson, formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, afhentu Jóni Alberti Kristinssyni, sem stendur á milli þeirra, viðurkenninguna.
Heiðursiðnaðarmaður IMFR 2025 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Halldór Þ. Haraldsson, formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, afhentu Jóni Alberti Kristinssyni, sem stendur á milli þeirra, viðurkenninguna. — Ljósmynd/Motiv-Jón Svavarsson

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, IMFR, fór fram síðastliðinn laugardag og þá var Jón Albert Kristinsson bakarameistari útnefndur heiðursiðnaðarmaður IMFR 2025. „Ég er ánægður en fyrst og fremst hissa á því að fólk muni eftir verkum mínum,“ segir hann um útnefninguna.

Halldór Þ. Haraldsson formaður IMFR gat þess í ræðu sinni að Jón Albert hefði með störfum sínum stutt vel við nám og vöxt iðngreinar sinnar, en gullpeningur félagsins, sem fylgir nafnbótinni, er veittur þeim sem hafa aukið fræðslu og framfarir í iðn sinni og hafa náð afburðaárangri í henni.

Bakarameistarinn Kristinn Albertsson, faðir Jóns Alberts, stofnaði Álfheimabakarí 1959, og sonurinn rann strax á lyktina. „Ég var

...