Hin stórgóða sjónvarpssería Verbúðin sem Vesturport skapaði fyrir nokkrum árum dró fram magnaða mynd af upphafi kvótakerfisins á Íslandi. Þættirnir sýndu ekki aðeins í hvaða umhverfi núverandi stjórnkerfi fiskveiða var sett á laggirnar heldur drógu…
Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Hin stórgóða sjónvarpssería Verbúðin sem Vesturport skapaði fyrir nokkrum árum dró fram magnaða mynd af upphafi kvótakerfisins á Íslandi. Þættirnir sýndu ekki aðeins í hvaða umhverfi núverandi stjórnkerfi fiskveiða var sett á laggirnar heldur drógu einnig fram hvaða áhrif kerfið hafði á samfélög, bæði til betri og verri vegar. Við munum sannarlega mörg þetta upphaf og höfum fylgst með þróun mála allan þann tíma sem liðinn er.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segir að í sjávarútvegi verði gerðar auknar kröfur um gagnsæi í eignarhaldi og skerpt á skilgreiningu tengdra aðila. Í því skyni mun ég á næstunni leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða sem fjallar um gagnsæi eigna- og stjórnunartengsla, hámarksaflahlutdeild og tengda aðila.

Samkvæmt þessu nýja frumvarpi verða viðskipti

...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson