„Búseti telur úrskurð kærunefndar að vissu leyti skiljanlegan þar sem byggingarfulltrúi tók nýja ákvörðun í málinu eftir að kæran var send nefndinni,“ segir Erlendur Gíslason, lögmaður hjá Logos, sem gætir hagsmuna Búseta vegna byggingar vöruhússins við Álfabakka 2
Frávísun Búseti mun meta næstu skref eftir því sem málinu vindur fram.
Frávísun Búseti mun meta næstu skref eftir því sem málinu vindur fram. — Morgunblaðið/Eggert

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

„Búseti telur úrskurð kærunefndar að vissu leyti skiljanlegan þar sem byggingarfulltrúi tók nýja ákvörðun í málinu eftir að kæran var send nefndinni,“ segir Erlendur Gíslason, lögmaður hjá Logos, sem gætir hagsmuna Búseta vegna byggingar vöruhússins við Álfabakka 2.

Hann telur að nefndin líti svo á að byggingarfulltrúi hafi þar með aftur­kallað hina kærðu ákvörðun sem snerist um stöðvun framkvæmda og að málið sé aftur komið til meðferðar hjá borginni.

„Jafnframt má ætla að kæra Búseta til úrskurðarnefndarinnar hafi haft áhrif á framvindu málsins og knúið byggingarfulltrúa til þess að skoða málið nánar, þegar hann þurfti að bregðast við kærunni, og það leitt til þess að hann stöðvaði framkvæmdir að hluta, rúmum tveimur vikum eftir framlagningu kærunnar. Í nýrri ákvörðun byggingarfulltrúa kemur fram að honum kunni að vera heimilt að breyta

...