Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Vopnahlé Ísraelsmanna og hryðjuverkasamtakanna Hamas hékk í gær á bláþræði, en báðir aðilar saka hinn um að hafa brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Hamas-samtökin lýstu því yfir í fyrradag að þau myndu ekki láta gísla úr haldi næstkomandi laugardag líkt og samkomulagið gerir ráð fyrir, og hefur Ísraelsher verið settur á hæsta viðbúnaðarstig vegna þess.
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í fyrrakvöld að hann teldi rétt að aflýsa vopnahléinu ef ekki væri búið að láta gíslana lausa fyrir hádegi á laugardaginn og láta þá vopnin tala.
Einn af leiðtogum Hamas-samtakanna, Sami Abu Zuhri, sagði í gær við AFP-fréttastofuna að ummæli Trumps flæktu málin. „Trump verður að muna að það er samkomulag sem báðir aðilar verða að virða, og þetta
...