![Stöðvarfjörður Allt á tjá og tundri.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/7c44c7c4-b887-49e5-b2dd-3554060419f3.jpg)
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Vátryggingafélagi Íslands höfðu í gær borist um 100 tilkynningar um tjón sem hlaust af óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. Um 70 tilvik þar sem tjón varð á húsum eru komin á skrá. Sömuleiðis hefur verið látið vita um tjón á nokkrum tugum bíla. „Upplýsingarnar hafa verið að tínast í hús síðustu daga. Margar þeirra af Austurlandi, svo sem frá Stöðvarfirði og þar í kring, en þar virðist veðrið hafa verið verst miðað við tjón,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, forvarnafulltrúi hjá VÍS, í samtali við Morgunblaðið.
Einhverjir dagar gætu liðið þar til ljóst verður hvert umfang tjónsins af völdum veðursins var eða hvaða upphæðir eru í spilinu. Eftir er að vinna úr fyrirliggjandi tilkynningum, sem verður gert með því að yfirfara meðal annars myndefni
...