Í íslenskum rétti gildir meginreglan að þeim sem fær ranglega greidda peninga ber að endurgreiða þá.
Einar Geir Þorsteinsson
Einar Geir Þorsteinsson

Einar Geir Þorsteinsson

Flokkur fólksins hefur fengið samtals 240 milljónir króna úr ríkissjóði á árunum 2022-2024, þrátt fyrir að hafa ekki verið skráður í stjórnmálasamtakaskrá eins og lög kveða á um. Þrátt fyrir að greiðslurnar hafi verið ólögmætar frá upphafi virðist ekki standa til að krefja flokkinn um endurgreiðslu.

Ef einstaklingur fær ofgreiddar bætur frá Tryggingastofnun eða opinber starfsmaður fær ofgreidd laun er ætlast til þess að fjármunirnir verði endurgreiddir. Þegar stjórnmálaflokkur fær hins vegar ofgreitt fé úr ríkissjóði virðist fjármálaráðherra líta svo á að aðrar reglur eigi við. Ríkissjóður virðist tilbúinn að afsala sér lögmætri kröfu um endurgreiðslu um 240 milljónir króna af opinberu fé – án þess að láta reyna á endurkröfurétt sinn.

Lögin eru skýr

...