Fimm oddvitar í borgarstjórn áttu í viðræðum um mögulega myndun vinstrimeirihluta í Reykjavík í gær. Að sögn gekk samtal þeirra vel, þótt ekkert væri ákveðið annað en að þeir myndu hittast aftur klukkan níu í morgun
Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar var gestgjafi.
Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar var gestgjafi. — Morgunblaðið/Eggert

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Fimm oddvitar í borgarstjórn áttu í viðræðum um mögulega myndun vinstrimeirihluta í Reykjavík í gær. Að sögn gekk samtal þeirra vel, þótt ekkert væri ákveðið annað en að þeir myndu hittast aftur klukkan níu í morgun.

„Samtalið heldur áfram,“ sagði einn oddvitanna í samtali við blaðamann seint í gærkvöld en varðist að öðru leyti allra frétta.

Það var Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar sem bauð oddvitum Pírata, Sósíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins heim til sín í gær til þess að ræða hvaða möguleikar væru á samstarfi til vinstri.

Ekki mun um formlegar meirihlutaviðræður að ræða, þannig að flokkarnir útiloka ekki að eiga önnur samtöl við fulltrúa annarra flokka um mögulegt samstarf. Ekkert mun afráðið um hver gæti leitt hugsanlegt samstarf flokkanna sem borgarstjóri.

Flokkarnir fimm hafa samtals 12 borgarfulltrúa

...