Á sjötta tug fasteignaeigenda í Grindavík íhugar nú stöðu sína þar sem þeir telja að fasteignafélagið Þórkatla og Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hafi brotið á rétti þeirra. Sem dæmi hefur Þórkatla breytt verði fasteigna einhliða eftir…
![Telma Sif Reynisdóttir](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/4cf7095b-a2b7-4781-aad6-c1baa2d3fc7c.jpg)
Telma Sif Reynisdóttir
— Morgunblaðið/Eyþór
Fréttaskýring
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
Á sjötta tug fasteignaeigenda í Grindavík íhugar nú stöðu sína þar sem þeir telja að fasteignafélagið Þórkatla og Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hafi brotið á rétti þeirra. Sem dæmi hefur Þórkatla breytt verði fasteigna einhliða eftir kaupsamning og jafnvel krafið fasteignaeigendur um endurgreiðslu í einstaka tilvikum.
Telma Sif Reynisdóttir, lögmaður hjá Novum lögfræðiþjónustu, segir að málin snúi fyrst og fremst að Þórkötlu og NTÍ auk þess sem ágreiningur sé uppi milli tryggingafélaga hvar bótaskylda liggi.
Seljendur lenda í vanskilum
Hún segir málin sem snúa að Þórkötlu vera margþætt.
...