Fimmtíu manna flugsveit frá Finnlandi sinnir um þessar mundir loftrýmisgæslu á Íslandi og er það í fyrsta skipti eftir að Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið. Finnska sveitin er með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli
Í Keflavík Ljósmyndari blaðsins Árni Sæberg myndaði F-18 Hornet-þoturnar á æfingu finnsku sveitarinnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í gær. Kraftmikil verkfæri í háloftunum.
Í Keflavík Ljósmyndari blaðsins Árni Sæberg myndaði F-18 Hornet-þoturnar á æfingu finnsku sveitarinnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í gær. Kraftmikil verkfæri í háloftunum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Baksvið

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Fimmtíu manna flugsveit frá Finnlandi sinnir um þessar mundir loftrýmisgæslu á Íslandi og er það í fyrsta skipti eftir að Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið. Finnska sveitin er með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

„Þetta er í fyrsta skipti sem við [Finnar] erum hér á Íslandi í þessum erindagjörðum en við höfum reyndar áður komið hingað til æfinga og var það árið 2014,“ segir majorinn Sampo Kojo sem fer fyrir finnsku flugsveitinni. Finnland bættist tiltölulega nýlega í hóp þeirra ríkja sem skipa NATO en Finnar gengu formlega í bandalagið í apríl árið 2023. „Við erum stoltir meðlimir í NATO og sinnum skyldum okkar á norðurslóðum. Í þessu tilfelli snýr það að öryggi Íslands og íslensku loftrými. NATO á

...