![Breytingar Á þessu svæði í grennd við Fjarðarkaup eiga smáhýsin að vera.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/810758d4-58e1-428b-afda-000f9a296eed.jpg)
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vinna nú að breytingu á aðalskipulagi bæjarins til að koma fyrir sex smáhýsum fyrir heimilislausa. Breyta á þúsund fermetra svæði austan við verslunina Fjarðarkaup og norðan við lóðina Hólshraun 5 í íbúðasvæði svo af þessu megi verða.
Áform þessi voru samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar í lok janúar. Í tillögu að breytingu á aðalskipulagi kemur fram að smáhýsi þessi séu hugsuð fyrir einstaklinga sem „þurfa á sértækri aðstoð að halda í samræmi við hugmyndafræði „Housing first“,“ eins og það er orðað.
Þrjár umsagnir bárust þegar auglýst var lýsing á fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi. Í umsögn Vegagerðarinnar er áréttað að svæðið sem breyta á liggur þétt upp við framtíðarlegu nýrrar stofnbrautar sem tengja á Álftanesveg við Reykjanesbraut en þar eiga að vera mislæg gatnamót. hdm@mbl.is