Fjár­málaráðuneytið ætl­ar að lækka verð á eldsneyti, en um 6 kr./​km veggjald kem­ur í staðinn. Hver eru áhrif breyt­ing­ana fyr­ir bí­leig­end­ur?
Magnús Gehringer
Magnús Gehrin­ger

Magnús Gehrin­ger

Fjár­málaráðuneytið ætl­ar að lækka verð á bens­íni og dísileldsneyti hinn 1. júlí, en í staðinn eiga all­ir sem eiga bíla und­ir 3,5 tonn­um að heild­arþyngd að greiða um sex krón­ur á hvern ek­inn kíló­metra. Þess­ar sex krón­ur verða þá inn­heimt­ar sem veggjald, en hér á eft­ir kalla ég þetta ein­fald­lega „eldsneyt­is­skatt“, enda kem­ur veggjaldið í stað eldsneyt­is­skatts sem er í dag hluti af eldsneytis­verðinu.

Hvað þýðir þetta fyr­ir okk­ur?

Ég var for­vit­inn að sjá hvað þessi breyt­ing gæti þýtt fyr­ir okk­ur sem ökum um göt­ur lands­ins og ætla því að bera sam­an tvo aðila:

A á lít­inn, spar­neyt­inn fólks­bíl sem eyðir 5 lítr­um á 100 km, en B á jeppa með stórri vél sem eyðir 15 lítr­um á 100 km. For­send­ur eru að báðir aðilar kaupa eldsneytið á 300 kr. lítr­ann og

...