
Magnús Gehringer
Fjármálaráðuneytið ætlar að lækka verð á bensíni og dísileldsneyti hinn 1. júlí, en í staðinn eiga allir sem eiga bíla undir 3,5 tonnum að heildarþyngd að greiða um sex krónur á hvern ekinn kílómetra. Þessar sex krónur verða þá innheimtar sem veggjald, en hér á eftir kalla ég þetta einfaldlega „eldsneytisskatt“, enda kemur veggjaldið í stað eldsneytisskatts sem er í dag hluti af eldsneytisverðinu.
Hvað þýðir þetta fyrir okkur?
Ég var forvitinn að sjá hvað þessi breyting gæti þýtt fyrir okkur sem ökum um götur landsins og ætla því að bera saman tvo aðila:
A á lítinn, sparneytinn fólksbíl sem eyðir 5 lítrum á 100 km, en B á jeppa með stórri vél sem eyðir 15 lítrum á 100 km. Forsendur eru að báðir aðilar kaupa eldsneytið á 300 kr. lítrann og
...