Þýski knatt­spyrnumaður­inn Jos­hua Kimmich hef­ur skrifað und­ir nýj­an samn­ing við Bayern München sem gild­ir til sum­ars­ins 2029. Kimmich, sem er þrítug­ur, var orðaður við brott­för í sum­ar en leng­ir nú ára­tug­ar langa dvöl sína hjá Bayern.

Alba Berlín sagði í gær upp þjálf­ara karlaliðsins í körfu­bolta, Isra­el Gonzá­lez. Aðstoðarþjálf­ar­inn Pedro Gal­lese tek­ur við starf­inu af Gonzá­lez út tíma­bilið. Mart­in Her­manns­son, fyr­irliði ís­lenska landsliðsins, er fyr­irliði Alba Berlín. Mart­in skoraði 13 stig og gaf 5 stoðsend­ing­ar í 97:90-sigri á Bas­konia í Evr­ópu­deild­inni í fyrsta leik Gal­lese við stjórn­völ­inn í gær­kvöldi.

Knatt­spyrnu­markvörður­inn Sindri Krist­inn Ólafs­son er geng­inn til liðs við upp­eld­is­fé­lag sitt Kefla­vík á nýj­an leik frá FH, þar sem hann lék und­an­far­in tvö tíma­bil.

...