
Þýski knattspyrnumaðurinn Joshua Kimmich hefur skrifað undir nýjan samning við Bayern München sem gildir til sumarsins 2029. Kimmich, sem er þrítugur, var orðaður við brottför í sumar en lengir nú áratugar langa dvöl sína hjá Bayern.
Alba Berlín sagði í gær upp þjálfara karlaliðsins í körfubolta, Israel González. Aðstoðarþjálfarinn Pedro Gallese tekur við starfinu af González út tímabilið. Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er fyrirliði Alba Berlín. Martin skoraði 13 stig og gaf 5 stoðsendingar í 97:90-sigri á Baskonia í Evrópudeildinni í fyrsta leik Gallese við stjórnvölinn í gærkvöldi.
Knattspyrnumarkvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík á nýjan leik frá FH, þar sem hann lék undanfarin tvö tímabil.
...