Fátt er skemmtilegra en kveðskapur um Njálu. Hjá Kristjáni Eiríkssyni rakst ég á vísbendingu um höfund Njálu og það í limruformi: Sinn höfundarrétt…
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Fátt er skemmtilegra en kveðskapur um Njálu. Hjá Kristjáni Eiríkssyni rakst ég á vísbendingu um höfund Njálu og það í limruformi:
Sinn höfundarrétt fyrr batt í bögu,
hún Brynhildur, dóttir Jóns í Flögu
svo laundrjúg hún kvað
og letraði á blað:
„Ok lýk ek þar Brennu-Njáls sögu.“
Kristján bætir við að óljóst sé hver Brynhildur þessi er en vísan sýnist hins vegar mjög gömul.
Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni:
Prýði er á
...