Trent Alexander-Arnold, einn mikilvægasti leikmaður Liverpool, mun missa af úrslitaleik liðsins gegn Newcastle United í enska deildabikarnum í knattspyrnu á Wembley á morgun. Alexander-Arnold meiddist og var tekinn af velli í síðari hálfleik þegar…

Svekktur Alexander-Arnold leiður eftir að hafa meiðst á þriðjudag.
— AFP/Oli Scarff
Trent Alexander-Arnold, einn mikilvægasti leikmaður Liverpool, mun missa af úrslitaleik liðsins gegn Newcastle United í enska deildabikarnum í knattspyrnu á Wembley á morgun. Alexander-Arnold meiddist og var tekinn af velli í síðari hálfleik þegar Liverpool datt út úr Meistaradeild Evrópu gegn París SG síðastliðið þriðjudagskvöld. Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool staðfesti tíðindin á fréttamannafundi í gær.