
Guðmunda Vigdís Jack fæddist 24. mars 1929. Hún lést 14. febrúar 2025.
Útför hennar fór fram 24. febrúar 2025.
Seinasta prestsfrúin á Tjörn á Vatnsnesi er fallin frá eftir viðburðaríka ævi. Frú Vigdís Jack. Hún var mikil persóna. Því var það mikill fengur þegar bók var gefin út fyrir nokkrum árum, sem dótturdóttir hennar tók saman um líf hennar. „Aldrei að líta um öxl,“ sagði hún, „þú getur engu breytt.“ Því væri það tilgangslaust að velta sér upp úr því sem ekki væri hægt að breyta.
Hún var traustur og góður vinur. Eftir að hún flutti suður, þá í hvert sinn er hún ók um Vatnsnesið kom hún við hjá okkur Agnari, gladdi það okkur mjög. Seinasta skiptið er hún kom við hjá okkur treysti hún sér ekki út úr bílnum. Sagðist ekki geta hugsað sér að aka fram hjá án þess að heilsa upp
...