Guðmunda Vig­dís Jack fædd­ist 24. mars 1929. Hún lést 14. fe­brú­ar 2025.

Útför henn­ar fór fram 24. fe­brú­ar 2025.

Sein­asta prests­frú­in á Tjörn á Vatns­nesi er fall­in frá eft­ir viðburðaríka ævi. Frú Vig­dís Jack. Hún var mik­il per­sóna. Því var það mik­ill feng­ur þegar bók var gef­in út fyr­ir nokkr­um árum, sem dótt­ur­dótt­ir henn­ar tók sam­an um líf henn­ar. „Aldrei að líta um öxl,“ sagði hún, „þú get­ur engu breytt.“ Því væri það til­gangs­laust að velta sér upp úr því sem ekki væri hægt að breyta.

Hún var traust­ur og góður vin­ur. Eft­ir að hún flutti suður, þá í hvert sinn er hún ók um Vatns­nesið kom hún við hjá okk­ur Agn­ari, gladdi það okk­ur mjög. Sein­asta skiptið er hún kom við hjá okk­ur treysti hún sér ekki út úr bíln­um. Sagðist ekki geta hugsað sér að aka fram hjá án þess að heilsa upp

...