Kristján Örn Kristjáns­son kom öfl­ug­ur inn í ís­lenska landsliðið í hand­knatt­leik þegar það sigraði Grikki, 34:25, í undan­keppni EM í Chalkida á miðviku­dag­inn. Hann von­ast eft­ir því að geta fylgt því eft­ir þegar þjóðirn­ar leika seinni leik sinn í Laug­ar­dals­höll­inni í dag
Grikkland Kristján Örn Kristjánsson er tilbúinn í slaginn á ný með íslenska landsliðinu sem mætir Grikkjum í Laugardalshöllinni kl. 16.
Grikk­land Kristján Örn Kristjáns­son er til­bú­inn í slag­inn á ný með ís­lenska landsliðinu sem mæt­ir Grikkj­um í Laug­ar­dals­höll­inni kl. 16. — Morg­un­blaðið/​Eyþór

EM 2026

Jök­ull Þorkels­son

jokull@mbl.is

Kristján Örn Kristjáns­son kom öfl­ug­ur inn í ís­lenska landsliðið í hand­knatt­leik þegar það sigraði Grikki, 34:25, í undan­keppni EM í Chalkida á miðviku­dag­inn. Hann von­ast eft­ir því að geta fylgt því eft­ir þegar þjóðirn­ar leika seinni leik sinn í Laug­ar­dals­höll­inni í dag.

Viður­eign­in hefst klukk­an 16 en eft­ir þrjár um­ferðir af sex er Ísland með ör­ugga stöðu á toppn­um með sex stig á meðan Grikk­land, Bosn­ía og Georgía hafa unnið hvert annað og eru með tvö stig hver þjóð. Ljóst er að eitt stig úr leikn­um gull­trygg­ir Íslandi sæti á EM 2026.

Kristján Örn skoraði sex mörk í leikn­um á miðviku­dag­inn en hann lék þar sinn fyrsta lands­leik í fjór­tán mánuði. Örv­hentu skytt­urn­ar Ómar Ingi Magnús­son,

...