
EM 2026
Jökull Þorkelsson
jokull@mbl.is
Kristján Örn Kristjánsson kom öflugur inn í íslenska landsliðið í handknattleik þegar það sigraði Grikki, 34:25, í undankeppni EM í Chalkida á miðvikudaginn. Hann vonast eftir því að geta fylgt því eftir þegar þjóðirnar leika seinni leik sinn í Laugardalshöllinni í dag.
Viðureignin hefst klukkan 16 en eftir þrjár umferðir af sex er Ísland með örugga stöðu á toppnum með sex stig á meðan Grikkland, Bosnía og Georgía hafa unnið hvert annað og eru með tvö stig hver þjóð. Ljóst er að eitt stig úr leiknum gulltryggir Íslandi sæti á EM 2026.
Kristján Örn skoraði sex mörk í leiknum á miðvikudaginn en hann lék þar sinn fyrsta landsleik í fjórtán mánuði. Örvhentu skytturnar Ómar Ingi Magnússon,
...