Ráðamenn mega ekki vega að rót­um rík­is­valds­ins

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir mennta- og barna­málaráðherra var ósátt við dóm héraðsdóms í einka­máli henn­ar gegn rík­inu, sem var liður í skringi­legri þrauta­göngu vegna fast­eignaviðskipta fyr­ir banka­hrun og eft­ir.

Niðurstaðan sagði hún að kæmi „því miður ekki á óvart“ og bætti við án allra fyr­ir­vara:

„Við erum löngu hætt að gera ráð fyr­ir rétt­læti hjá ís­lensk­um dóm­stól­um.“

Skýr­ara gæti van­traust ráðherra til dómsvalds­ins varla verið, en víðast hvar hefði af­sagn­ar­beiðni siglt í kjöl­far svo dæma­lausr­ar yf­ir­lýs­ing­ar.

Þegar Morg­un­blaðið innti Þor­björgu S. Gunn­laugs­dótt­ur dóms­málaráðherra eft­ir viðbrögðum vildi hún fyrst ekki gera of mikið úr orðum ráðherra, sem fallið hefðu í „hita

...