Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra var ósátt við dóm héraðsdóms í einkamáli hennar gegn ríkinu, sem var liður í skringilegri þrautagöngu vegna fasteignaviðskipta fyrir bankahrun og eftir.
Niðurstaðan sagði hún að kæmi „því miður ekki á óvart“ og bætti við án allra fyrirvara:
„Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum.“
Skýrara gæti vantraust ráðherra til dómsvaldsins varla verið, en víðast hvar hefði afsagnarbeiðni siglt í kjölfar svo dæmalausrar yfirlýsingar.
Þegar Morgunblaðið innti Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra eftir viðbrögðum vildi hún fyrst ekki gera of mikið úr orðum ráðherra, sem fallið hefðu í „hita
...