Á veiðum Stefán staddur við Andakílsá árið 2020.
Á veiðum Stefán stadd­ur við Anda­kílsá árið 2020.

Stefán Krist­inn Teits­son er fædd­ur í Tjarn­ar­hús­um á Akra­nesi 15. mars 1930 og ólst upp á Akra­nesi. „Fjar­an var minn aðalleik­völl­ur og við krakk­arn­ir átt­um skemmti­leg­ar stund­ir þar. Ég bar út Morg­un­blaðið á mín­um æsku­ár­um, en mamma mín var umboðsaðili þess um ára­bil. Nokk­ur ár var ég í sveit en það var í Gröf í Dala­sýslu hjá góðu fólki. Þar komst ég upp á lagið með að veiða á stöng, þ.e. í Laxá í Döl­um.“

Stefán fór í Loft­skeyta­skól­ann ung­ur að árum. Eft­ir að hann út­skrifaðist þaðan starfaði hann í af­leys­ing­um sem loft­skeytamaður, m.a. á Bjarna Ólafs­syni og Ak­ur­ey. „Þegar ég kynnt­ist kon­unni minn þá ákvað ég að segja skilið við sjó­mennsk­una og fara í land.“ Stefán fór þá í Iðnskól­ann á Akra­nesi og nam húsa­smíði. Faðir Stef­áns var meist­ari hans og sam­an unnu þeir um tíma, en faðir hans lést árið 1958.

Stefán stofnaði ásamt

...