
Stefán Kristinn Teitsson er fæddur í Tjarnarhúsum á Akranesi 15. mars 1930 og ólst upp á Akranesi. „Fjaran var minn aðalleikvöllur og við krakkarnir áttum skemmtilegar stundir þar. Ég bar út Morgunblaðið á mínum æskuárum, en mamma mín var umboðsaðili þess um árabil. Nokkur ár var ég í sveit en það var í Gröf í Dalasýslu hjá góðu fólki. Þar komst ég upp á lagið með að veiða á stöng, þ.e. í Laxá í Dölum.“
Stefán fór í Loftskeytaskólann ungur að árum. Eftir að hann útskrifaðist þaðan starfaði hann í afleysingum sem loftskeytamaður, m.a. á Bjarna Ólafssyni og Akurey. „Þegar ég kynntist konunni minn þá ákvað ég að segja skilið við sjómennskuna og fara í land.“ Stefán fór þá í Iðnskólann á Akranesi og nam húsasmíði. Faðir Stefáns var meistari hans og saman unnu þeir um tíma, en faðir hans lést árið 1958.
Stefán stofnaði ásamt
...