
Körfubolti
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
ÍR og Keflavík unnu í gærkvöldi mikilvæga sigra í baráttunni um að verða á meðal þeirra átta liða sem fara í úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í vor.
21. og næstsíðustu umferð úrvalsdeildar lauk í gær með tveimur leikjum þar sem ÍR lagði þegar fallinn Hött með minnsta mun, 84:83, í Breiðholti og kom sér þannig upp í sjöunda sæti þar sem liðið er með 20 stig.
Fjögur lið berjast um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. ÍR og KR eru með 20 stig í sjöunda og áttunda sæti. Keflavík, sem vann síðar í gærkvöldi sterkan sigur á Stjörnunni, 107:98, í Keflavík er í níunda sæti með 18 stig, jafnmörg og Þór frá Þorlákshöfn sæti neðar.
...