ÍR og Kefla­vík unnu í gær­kvöldi mik­il­væga sigra í bar­átt­unni um að verða á meðal þeirra átta liða sem fara í úr­slita­keppni Íslands­móts­ins í körfuknatt­leik karla í vor. 21. og næst­síðustu um­ferð úr­vals­deild­ar lauk í gær með tveim­ur leikj­um þar sem ÍR …
Drjúgur Jacob Falko skoraði 12 stig og gaf 13 stoðsendingar í mikilvægum sigri ÍR á Hetti í Skógarseli í Breiðholti í gærkvöldi.
Drjúg­ur Jacob Fal­ko skoraði 12 stig og gaf 13 stoðsend­ing­ar í mik­il­væg­um sigri ÍR á Hetti í Skóg­ar­seli í Breiðholti í gær­kvöldi. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Körfu­bolti

Gunn­ar Eg­ill Daní­els­son

gunnareg­ill@mbl.is

ÍR og Kefla­vík unnu í gær­kvöldi mik­il­væga sigra í bar­átt­unni um að verða á meðal þeirra átta liða sem fara í úr­slita­keppni Íslands­móts­ins í körfuknatt­leik karla í vor.

21. og næst­síðustu um­ferð úr­vals­deild­ar lauk í gær með tveim­ur leikj­um þar sem ÍR lagði þegar fall­inn Hött með minnsta mun, 84:83, í Breiðholti og kom sér þannig upp í sjö­unda sæti þar sem liðið er með 20 stig.

Fjög­ur lið berj­ast um tvö laus sæti í úr­slita­keppn­inni. ÍR og KR eru með 20 stig í sjö­unda og átt­unda sæti. Kefla­vík, sem vann síðar í gær­kvöldi sterk­an sig­ur á Stjörn­unni, 107:98, í Kefla­vík er í ní­unda sæti með 18 stig, jafn­mörg og Þór frá Þor­láks­höfn sæti neðar.

...