
Hafsteinn Hjaltason fæddist í Reykjavík 28. janúar 1935. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. janúar 2025.
Foreldrar hans voru hjónin Hjalti Jónsson verksmiðjustjóri, f. í Reykjavík 30.8. 1903, d. 18. mars 1971, og Jóhanna Gústa Baldvinsdóttir húsmóðir, f. í Stykkishólmi 19.11. 1911, d. 12.1. 2004.
Systkini Hafsteins: Charlotta María, f. 24.8. 1932, d. 11.11. 2002, Haukur, f. 6. mars 1940, d. 8.11. 2017, og Jón, f. 2. maí 1941.
Hafsteinn ólst upp í foreldrahúsum á Bræðraborgarstíg 23a og gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla.
Hafsteinn kvæntist 28.9. 1963 Guðrúnu Björnsdóttur bankastarfsmanni, f. 30. apríl 1940, þau skildu en voru vinir til hinstu stundar. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Fr. Björnsson, sýslumaður Rangæinga og
...