Sig­ríður fædd­ist 12. októ­ber árið 1940 í Kaup­manna­höfn. Hún lést á Dval­ar­heim­il­inu Hlíð 15. fe­brú­ar 2025. For­eldr­ar henn­ar voru Katrín Lár­us­dótt­ir og Þor­vald­ur Hall­gríms­son. Systkini henn­ar voru Halla, fædd 1942, og Gunn­ar, fædd­ur 1947, dá­inn 2024.

Ólaf­ur fædd­ist 3. janú­ar árið 1940 á Ak­ur­eyri. Hann lést á Dval­ar­heim­il­inu Hlíð 22. fe­brú­ar 2025. For­eldr­ar hans voru Gunn­ar Lar­sen og Hólm­fríður Jóns­dótt­ir. Ólaf­ur var elst­ur fimm systkina, hin eru Her­mann, fædd­ur 1941, Svan­fríður, fædd 1942, Gunn­fríður, fædd 1945, dáin 2024, og Kristjana, fædd 1946, dáin 2019.

Þau gengu í Barna­skóla Ak­ur­eyr­ar og síðan Gagn­fræðaskól­ann á Ak­ur­eyri. Ólaf­ur og Sig­ríður gengu í hjóna­band árið 1960. Þau eignuðust tvö börn: 1) Gunn­ar, f. 5. októ­ber 1959. Hann er gift­ur Helgu Ragn­heiði Gunn­laugs­dótt­ur, f. 1958 og eiga þau dæt­urn­ar Ásdísi, f. 1989, Mar­gréti f. 1991, Sig­ríði

...