
Sigríður fæddist 12. október árið 1940 í Kaupmannahöfn. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 15. febrúar 2025. Foreldrar hennar voru Katrín Lárusdóttir og Þorvaldur Hallgrímsson. Systkini hennar voru Halla, fædd 1942, og Gunnar, fæddur 1947, dáinn 2024.
Ólafur fæddist 3. janúar árið 1940 á Akureyri. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð 22. febrúar 2025. Foreldrar hans voru Gunnar Larsen og Hólmfríður Jónsdóttir. Ólafur var elstur fimm systkina, hin eru Hermann, fæddur 1941, Svanfríður, fædd 1942, Gunnfríður, fædd 1945, dáin 2024, og Kristjana, fædd 1946, dáin 2019.
Þau gengu í Barnaskóla Akureyrar og síðan Gagnfræðaskólann á Akureyri. Ólafur og Sigríður gengu í hjónaband árið 1960. Þau eignuðust tvö börn: 1) Gunnar, f. 5. október 1959. Hann er giftur Helgu Ragnheiði Gunnlaugsdóttur, f. 1958 og eiga þau dæturnar Ásdísi, f. 1989, Margréti f. 1991, Sigríði
...