
Vigfús Þór Árnason fæddist 6. apríl 1946. Hann lést 27. febrúar 2025.
Útför hans fór fram 13. mars 2025.
Á haustdögum 1965 kom hópur ungs fólks saman í Kennaraskólanum við Stakkahlíð. Samferða í námi næstu árin. Á þessum tíma í lífinu hefur æskan með sínum sjarma enn völd, samt skammt í fulla vinnuþátttöku og fjölskyldu. Menntun sótt í góðan skóla með fræðimönnum í kennarastólum. Vigfús Þór var einn af okkur. Þá þegar var hann viss um hvert hann vildi stefna. Kirkjan og starf prestsins þegar í sjónmáli. Hann var sigldur maður, hafði dvalið við nám og kirkjustarf í Bandaríkjunum. Ekki laust við að í hópnum leyndist áhugi, virðing og umræða um þessa vissu hans. Aldrei lát á áformum okkar manns. Vinskapur og léttleiki allt um kring. Svo liðu árin. Oft rætast draumar og það átti við um Vigfús Þór. Ljúf minning er þegar hann kynnti fyrir
...