Vig­fús Þór Árna­son fædd­ist 6. apríl 1946. Hann lést 27. fe­brú­ar 2025.

Útför hans fór fram 13. mars 2025.

Á haust­dög­um 1965 kom hóp­ur ungs fólks sam­an í Kenn­ara­skól­an­um við Stakka­hlíð. Sam­ferða í námi næstu árin. Á þess­um tíma í líf­inu hef­ur æsk­an með sín­um sjarma enn völd, samt skammt í fulla vinnuþátt­töku og fjöl­skyldu. Mennt­un sótt í góðan skóla með fræðimönn­um í kenn­ara­stól­um. Vig­fús Þór var einn af okk­ur. Þá þegar var hann viss um hvert hann vildi stefna. Kirkj­an og starf prests­ins þegar í sjón­máli. Hann var sigld­ur maður, hafði dvalið við nám og kirkju­starf í Banda­ríkj­un­um. Ekki laust við að í hópn­um leynd­ist áhugi, virðing og umræða um þessa vissu hans. Aldrei lát á áform­um okk­ar manns. Vin­skap­ur og létt­leiki allt um kring. Svo liðu árin. Oft ræt­ast draum­ar og það átti við um Vig­fús Þór. Ljúf minn­ing er þegar hann kynnti fyr­ir

...