Sam­kvæmt frétt BBC sló sænska streym­isveit­an Spotify met á síðasta ári þegar hún greiddi um 10 millj­arða doll­ara í þókn­an­ir til tón­list­ariðnaðar­ins og hafa þókn­an­ir veit­unn­ar tí­fald­ast á síðustu 10 árum. Svar­ar þetta til 60% af heild­ar­tekj­um fé­lags­ins.

Þrátt fyr­ir mikla aukn­ingu síðustu ár eru tón­list­ar­menn ekki sátt­ir við hvað streym­isveit­an tek­ur mikið til sín. Spotify greiðir þókn­an­ir til rétt­inda­hafa, sem eru venju­lega plötu­fyr­ir­tæki og út­gáfu­fyr­ir­tæki.

Þess­ir rétt­inda­haf­ar greiða síðan tón­list­ar­mönn­um og laga­höf­und­um sam­kvæmt samn­ing­um þeirra á milli. Tekj­ur tón­list­ar­manna munu því vera æði mis­mun­andi. Sam­kvæmt rann­sókn frá 2021 sem frétt BBC vís­ar til var meðal­hlut­fall þókn­ana fyr­ir breska lista­menn, sem eru með samn­ing við stór plötu­fyr­ir­tæki, um 26%.

...