
Björn Stefán Hallsson fæddist 8. ágúst 1949 á Höfn í Hornafirði. Hann lést á MND-deild Droplaugarstaða í Reykjavík 29. janúar 2025.
Foreldrar Björns voru Hallur Björnsson og Guðný Ólafía Stefánsdóttir. Systur hans eru Edda Hlín og Kristín Svanberg, látin.
Björn var giftur Jarþrúði Rafnsdóttur Hallsson, þau skildu. Synir þeirra eru: 1) Björn Agnar Hallsson, giftur Katie Hoffman. Þeirra börn eru Kai Noble og Brynja Adelaide. 2) Hallur Andri Hallsson, giftur Amaliu Hallsson, þeirra dóttir er Stella Lína. 3) Eiríkur Róbert Hallsson, giftur Eric Townsend Sutton.
Sambýliskona Björns, vinur og viðskiptafélagi er Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
Björn stundaði nám í City of Leicester Polytechnic, School of Architecture, í Leicester á Englandi, þar sem
...