
Margur myndi ætla, að helstu stórveldi veraldar myndu fara hægt og varlega í ákvarðanir, sem eftir atvikum gætu haft veruleg áhrif á framtíð þeirra eigin ríkja og eins gætu hagsmunir stórs hluta heimsins verið undir. Þegar fyrsta uppkast að „bréfinu“ var skrifað virtist langflest liggja fyrir um það, hvernig mál, svo ekki sé talað um helsta stórmál samtímans, myndu líklega þróast. Þegar þetta var skrifað var stærstu spurningunni í málinu enn ósvarað, en hún laut að því, hvernig væri líklegast að Pútín forseti Rússlands myndi bregðast við málatilbúnaði stjórnvalda í Bandaríkjunum, og helsta talsmanns málsins, Trumps forseta Bandaríkjanna.
Margir, og jafnvel flestir sérfræðinga, höfðu miklar efasemdir um það, að vænta mætti þess, að vopnahlé í Úkraínu í 30 daga yrði samþykkt. Enda virtust fyrstu viðbrögð við þeirri stóru spurningu óneitanlega vera fjarri
...