Sjálf­skipaður for­ystumaður, sem sit­ur ævi­langt við völd, eða dá­lítið leng­ur. Þetta gerði Stalín og reynd­ist af­skap­lega vel.
Nesstofa á Seltjarnarnesi.
Nes­stofa á Seltjarn­ar­nesi. — Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Marg­ur myndi ætla, að helstu stór­veldi ver­ald­ar myndu fara hægt og var­lega í ákv­arðanir, sem eft­ir at­vik­um gætu haft veru­leg áhrif á framtíð þeirra eig­in ríkja og eins gætu hags­mun­ir stórs hluta heims­ins verið und­ir. Þegar fyrsta upp­kast að „bréf­inu“ var skrifað virt­ist lang­flest liggja fyr­ir um það, hvernig mál, svo ekki sé talað um helsta stór­mál sam­tím­ans, myndu lík­lega þró­ast. Þegar þetta var skrifað var stærstu spurn­ing­unni í mál­inu enn ósvarað, en hún laut að því, hvernig væri lík­leg­ast að Pútín for­seti Rúss­lands myndi bregðast við mála­til­búnaði stjórn­valda í Banda­ríkj­un­um, og helsta tals­manns máls­ins, Trumps for­seta Banda­ríkj­anna.

Marg­ir, og jafn­vel flest­ir sér­fræðinga, höfðu mikl­ar efa­semd­ir um það, að vænta mætti þess, að vopna­hlé í Úkraínu í 30 daga yrði samþykkt. Enda virt­ust fyrstu viðbrögð við þeirri stóru spurn­ingu óneit­an­lega vera fjarri

...